23.05.1979
Sameinað þing: 103. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5280 í B-deild Alþingistíðinda. (4729)

264. mál, fiskeldi að Laxalóni

Forseti (Gils Guðmundsson):

Ég vil geta þess í sambandi við þetta mál, að þegar síðari umr. fór fram síðla í gærkvöld eða snemma í nótt, þá bar hv. 2. þm. Suðurl. fram till. um að þessari þáltill. yrði vísað til hv. allshn. Sþ. Ég lét kanna þá, hvort hægt yrði að koma við afbrigðum til þess að taka till. hans um að vísa málinu til þingnefndar til afgreiðslu þá; en það reyndist ekki hægt. Ég skýrði þá frá því, að enda þótt umr. yrði lokið að öðru leyti, þá mundi ég bera þessa till. hans upp til samþykktar eða synjunar á fundi í dag, áður en atkvgr. færi fram um sjálfa þáltill. Gefur þá auga leið, að verði nú samþ. að vísa þáltill. til þingnefndar mun hún ekki koma til frekari afgreiðslu á þessu þingi. Á sínum tíma, þegar 1. umr. fór fram, var ekki gerð till. um n. Þess vegna verður það nú borið upp, hvort vísa eigi þessari þáltill. til hv. allshn.