30.11.1978
Neðri deild: 24. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1220 í B-deild Alþingistíðinda. (802)

53. mál, verðjöfnunargjald af sauðfjárafurðum

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Forseti. Landbn, kvaddi á sinn fund formann Stéttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartsson, og framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Svein Tryggvason, og ræddi við þá um málefnið sem frv. fjallar um. Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða frv. neitt efnislega, það er öllum hv. þm. vel kunnugt, enda munu málefni landbúnaðarins verða rædd hér á næstu dögum og er eðlilegra að ræða þau mál frekar þá en í sambandi við afgreiðslu á þessu frv.

Landbn. varð sammála um að mæla með því að þetta frv. yrði samþ. óbreytt. Hv. þm. Eðvarð Sigurðsson var fjarstaddur við afgreiðslu málsins.