19.03.1980
Neðri deild: 46. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1282 í B-deild Alþingistíðinda. (1263)

45. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ef það er ætlunin að fresta þessum fundi kl. 7, þá tel ég ekki þörf á því að byrja að tala í þrjár mínútur. (Forseti: Hv. þm. hefur oft verið mjög stuttorður og gagnorður.) Já, en ég verð það ekki núna. Ég get talað í þrjár mínútur, en ég held þá bara áfram í kvöld, það er allt í lagi. (Forseti: Hv. þm. Albert Guðmundsson hefur óskað eftir að taka til máls en það verður þá bara til kl. 7.)