02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1740 í B-deild Alþingistíðinda. (1624)

116. mál, fjárlög 1980

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Þegar við ýmsir, sem erum nýliðar hér á þingi, komum á þing fyrir bráðum tveimur árum var það meðal okkar helstu baráttumála, að þingnefndir ættu að taka virkan þátt í að athuga og kanna mál. Hv. þm. Vilmundur Gylfason var meðal þeirra sem í þessum baráttuhópi voru. Ég harma það eindregið að hann skuli nú hafa gengið úr liðssveit þeirra hér á þingi sem vilja ætla þingnefndum það athugunarstarf sem hér er kveðið á um. Ég fagna því, að hér er ætlunin að fjvn. Alþingis taki til athugunar málefni þessa fyrirtækis, sem hefur unnið mörg merk verk þó að sumt kunni kannske að vera umdeilanlegt. Ég lýsi því yfir, að ég treysti fyllilega þeirri athugun og könnun sem fjvn. undir forustu Eiðs Guðnasonar, þm. Alþfl., mun framkvæma. Ég segi því já við þessari till. og vona að liðsmönnum sjálfstæðra rannsókna og athugana þingnefnda fari ekki jafnört fækkandi og kemur fram í atkvgr. sumra Alþfl.-manna hér nú.