23.04.1980
Efri deild: 68. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2047 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

34. mál, brunatryggingar utan Reykjavíkur

Jón Helgason:

Herra forseti. Heilbr.- og trn. kom saman til fundar til þess að taka til athugunar þá ábendingu sem ég flutti við 2. umr. málsins. Á þeim tíma, sem til stefnu var, treysti meiri hl. n. sér ekki til að taka afstöðu til þess og mæla með brtt. á slíkum grundvelli og þar sem óskað hefur verið eftir að hraða afgreiðslu þessa máls tel ég ekki fært að leggja til að afgreiðslan verði stöðvuð nú. Mun ég því ekki flytja um það brtt. á þessu stigi úr því að samkomulag náðist ekki í nefndinni.