29.04.1980
Sameinað þing: 50. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2143 í B-deild Alþingistíðinda. (2005)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Vegna þess að ég á í hlut varðandi svar við þeirri spurningu sem óskað er eftir að verði sem fyrst tekin á dagskrá, þá vildi ég aðeins upplýsa að það er ekki aðeins vegna veikinda minna í seinustu viku sem ég var ekki búinn að svara þessari fsp., heldur einfaldlega vegna þess að rn. var ekki tilbúið með svarið. Ég vænti þess hins vegar, að svarið geti verið tilbúið í næsta fyrirspurnatíma Sþ. Ég tel að fsp., sem fram var borin og fjallar um áfengiskaup ráðh. fyrr og síðar, eigi fyllsta rétt á sér. Ég er ekki frá því, að það væri eðlilegt að svara fsp. ítarlegar en tilefni er gefið til, þ. e. svörin við fsp. nái jafnvel aðeins lengra aftur í tímann en fsp. snýst um, og einnig að gefnar séu þá upplýsingar allt fram til seinustu stjórnarskipta. Af þessari ástæðu má vera að það taki örlítið lengri tíma að undirbúa svarið við fsp. heldur en fyrst leit út fyrir. — [Fundarhlé.]