14.05.1980
Neðri deild: 76. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2682 í B-deild Alþingistíðinda. (2658)

5. mál, lántaka Bjargráðasjóðs

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur haft til umfjöllunar frv. til l. um ábyrgðarheimildir vegna lántöku Bjargráðasjóðs sem er 5. mál þingsins og var flutt í Ed. Nefndin leggur einróma til að frv. verði samþ. með þeirri breytingu, sem gerð var í Ed., en upphaf þessa máls er það, að sett voru brbl. um þetta mál 9. nóv. 1979 og samþykkt ábyrgðarheimild til handa Bjargráðasjóði, 850 millj., sem síðan var breytt í meðferð Ed. í 1500 millj.

Nefndin hafði einnig fjallað um annað mál Bjargráðasjóðs, en það mun verða tekið fyrir sérstaklega hér á eftir.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál, 5. mál, en endurtek það, að n. leggur einróma til að frv. verði samþ.

Fjarverandi afgreiðslu málsins voru hv. þm. Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen.