21.05.1980
Neðri deild: 83. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3038 í B-deild Alþingistíðinda. (2958)

180. mál, lánsfjárlög 1980

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég er að vísu haltur á öðrum fæti, en því lofa ég ákveðnum þm., sem hefur haldið því fram að hér sé hægt að halda uppi málþófi ef maður er sterkur í fótum og með heila blöðru, að ég er ekki með blöðrubólgu. En ég hef tekið eftir því, herra forseti, að sessunautur minn, hv. þm. Páll Pétursson, greiðir ætíð atkv. með vinstri hendi, en samkv. þingsköpum á maður að gera það með hægri hendi, nema maður sýni fram á að sú hægri sé ónýt. Ég vil þá annaðhvort sjá læknisvottorð eða þá að endurtekin verði atkvgr. sem síðast fór fram. (Forseti: Vinstri hönd hv. þm. er hans hægri.)