29.05.1980
Sameinað þing: 69. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3237 í B-deild Alþingistíðinda. (3217)

Kosning sjö manna og jafnmargra vara í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins

Forseti (Jón Helgason):

Vegna orða hv. síðasta ræðumanns vil ég aðeins segja það, að kosningu húsnæðismálastjórnar var frestað á nokkrum fundum vegna þess að þá lá fyrir frv. til nýrra laga um Húsnæðisstofnun ríkisins. Ef kosning hefði farið fram fyrr í húsnæðismálastjórn hefði hún aðeins gilt til þingloka, en þessi kosning jafnt eftir sem áður þurft að fara fram samkv. hinum nýju lögum um Húsnæðisstofnun.