17.01.1980
Efri deild: 19. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í B-deild Alþingistíðinda. (467)

65. mál, greiðsla opinberra gjalda 1980

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Ég ætla að gera örstutta aths. út af því sem hæstv. ráðh. sagði. Ég hóf máls á því að kannske væri vert að athuga 3. gr. Hún er þannig orðuð: „Séu gjöld samkv. lögum þessum ekki greidd innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði“ o.s.frv. Talað er um gjöld samkv. lögum þessum. Þetta er kannske aðfinnsluvert orðalag, og það þarf að athuga. Það munu vera ákvæði í lögum um dráttarvexti sem hægt væri að beita í þessu sambandi, að mér skilst, eða lögum um tekjustofna sveitarfélaga.