20.02.1980
Neðri deild: 39. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 871 í B-deild Alþingistíðinda. (972)

109. mál, tollskrá

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Það kom fram í máli hv. 1. þm. Vesturl. að honum þykir sem ýmis áhugamál sín hafi ekki haft eins skjótan framgang og hann hafði vænst. Ég á þess vegna von á að hann taki undir með mér þegar ég vil álíta að hér séu mörg mikilvæg málefni á dagskrá, sem við þurfum að vinna að, og andmæli þeirri óhæfu að Alþ. verði leyst frá störfum lengur en brýnasta nauðsyn krefur.