03.12.1980
Efri deild: 19. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1081 í B-deild Alþingistíðinda. (1004)

118. mál, Lífeyrissjóður barnakennara og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.og viðskn. Ed. hefur tekið til umfjöllunar frv. til l. um sameiningu Lífeyrissjóðs barnakennara og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Eins og segir í aths. við frv. þetta er það flutt í tilefni þess, að 20. ágúst 1980 var undirritaður aðalkjarasamningur milli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fjmrh. fyrir hönd ríkissjóðs. Þá var jafnframt gert samkomulag milli ríkisstj. og BSRB um nokkur félagsleg réttindamál opinberra starfsmanna. Í framhaldi af því hefur verið gert samkomulag við BSRB þess efnis að samræma skuli lög Lífeyrissjóðs barnakennara lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Lagafrv. þetta er því flutt í samræmi við það samkomulag sem Kennarasamband Íslands og fjmrh. hafa gert með sér.

Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt. Fjarverandi við atkvgr. voru hæstv. forsrh. Gunnar Thoroddsen og hv. þm. Kjartan Jóhannsson. Tveir hv. þm., Eyjólfur Konráð Jónsson og Lárus Jónsson, undirrita nál. með fyrirvara.