09.12.1980
Neðri deild: 26. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (1190)

158. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Haustið 1978 var í fyrsta sinn ákveðið að leggja sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, og var þessi skattur lagður á á árinu 1979. Með lögum nr. 29 1980 var á síðastliðnum vetri ákveðið að framlengja þennan skatt um eitt ár, og skyldi hann lagður á öðru sinni í ár. Áætlað er að skattur þessi skili í ríkissjóð á þessu ári tekjum sem nemi um 1 440 millj. kr. Í fjárlagafrv. fyrir árið 1981 er gert ráð fyrir að þessari skattlagningu verði haldið áfram. Af þessum sökum er þetta frv. lagt fram, og er það samhljóða gildandi lögum um skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að fara frekari orðum um þennan kunningja hv. þm., svo oft sem hann hefur verið hér á ferðinni áður, og vil því einungis leggja til að lokum að þessu frv. verði vísað til hv. fjh.- og viðskn. að lokinni þessari umr.