23.10.1980
Sameinað þing: 8. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í B-deild Alþingistíðinda. (125)

Stefnuræða forseta og umræða um hana

Forseti (Jón Helgason):

Umr. skiptist í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur forsrh. til umráða allt að hálfri klukkustund og fulltrúar annarra þingflokka 20 mínútur hver og einnig stjórnarandstaða Sjálfstfl. Í síðari umferð hefur hver flokkur 10 mínútur til umráða og einnig sjálfstæðismenn sem styðja ríkisstj.

Röðin verður þessi í báðum umferðum: Forsrh., Sjálfstfl., Alþb., Alþfl. og Framsfl. Af hálfu Sjálfstfl. talar Geir Hallgrímsson, 1. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Friðrik Sophusson, 10. þm. Reykv., í þeirri síðari. Af hálfu Alþb. tala þeir Ragnar Arnalds fjmrh. og Guðmundur J. Guðmundsson, 7. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Hjörleifur Guttormsson iðnrh. í þeirri síðari. Ræðumenn Alþfl. verða Benedikt Gröndal, 4. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Kjartan Jóhannsson, 2. þm. Reykn., í þeirri síðari. Af hálfu Framsfl. talar Steingrímur Hermannsson samgrh. í fyrri umferð, en Guðmundur G. Þórarinsson, 12. þm. Reykv., í þeirri síðari.