27.10.1980
Sameinað þing: 9. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í B-deild Alþingistíðinda. (137)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Jón Helgason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 23. okt. 1980.

Ólafur Þ. Þórðarson, 5. þm. Vestf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í einkaerindum um tveggja vikna tíma frá og með 27. þessa mánaðar og mun því ekki geta sótt þingfundi þann tíma, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Finnbogi Hermannsson kennari, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“ Þetta er yður herra forseti, hér með tilkynnt.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Þessu fylgir símskeyti:

„Af sérstökum ástæðum get ég undirritaður ekki tekið sæti á Alþingi í forföllum Ólafs Þ. Þórðarsonar og legg því til að 2. varamaður af lista Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Finnbogi Hermannsson kennari, skipi sæti í minn stað.

Sigurgeir Bóasson.“

Finnbogi Hermannsson hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og kjörbréf hans verið samþykkt þá. Býð ég hann velkominn til starfa.

Þá er hér annað bréf:

„Reykjavík, 21. okt. 1980.

Hjörleifur Guttormsson, 5. þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Alþb. í Austurlandskjördæmi, Þorbjörg Arnórsdóttir húsfreyja, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Og hér fylgir með skeyti:

„Vegna anna við störf heima fyrir get ég ekki tekið sæti á Alþingi sem varamaður á næstunni. Virðingarfyllst,

Sveinn Jónsson.“ Þá er hér annað bréf:

„Reykjavík, 22. okt. 1980.

Jóhann Einvarðsson, 5. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, Markús Á. Einarsson veðurfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Og hér er annað bréf:

„Reykjavík, 23. okt. 1980.

Ingvar Gíslason, 1. þm. Norðurl. e., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, Níels Á. Lund kennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Og að lokum er svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 27. okt. 1980.

Ritari þingflokks sjálfstæðismanna hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkvæmt beiðni Lárusar Jónssonar, 3. þm. Norðurl. e., sem er farinn til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Vigfús Jónsson bóndi, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Helgi Seljan,

forseti Ed.

Þar sem þeir fjórir síðast töldu, þ.e. Markús Á. Einarsson, Þorbjörg Arnórsdóttir, Níels Á. Lund og Vigfús Jónsson, hafa ekki setið á Alþingi þetta kjörtímabil, þarf að fara fram rannsókn kjörbréfa þeirra. Bið ég kjörbréfanefnd að taka þau til athugunar og verður gefið fundarhlé í 10 mínútur á meðan. — [Fundarhlé.]