19.12.1980
Efri deild: 42. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1839 í B-deild Alþingistíðinda. (1985)

147. mál, almannatryggingar

Karl Steinar Guðnason:

Herra forseti. Á þskj. 291 flutti ég tvær brtt. við frv. um fæðingarorlof.

Heilbr.- og trn. hefur rætt þessar till. og niðurstaðan hefur orðið sú, að komið er að fullu til móts við þau sjónarmið sem fram koma í síðari brtt. minni, og dreg ég því þá till. til baka. Hvað varðar fyrri till. þá skora ég á hv. þm. að samþykkja hana. Það er till. um að greitt verði lífeyrissjóðsgjald og orlof af því fæðingarorlofi sem fyrirhugað er að greiða. Till. mín er alveg í samræmi við kröfur alþýðusamtakanna um þessi mál, kröfur sem ekki náðust fram í samningum við ríkisvaldið, kröfur sem eru vissulega réttlætismál og við höfum rætt hér á fyrri fundum. Ég vona að hv. þm. samþykki þá till. og komi til móts við það fólk sem nú fær fæðingarorlof.

Öllum er ljóst að málum er þannig háttað hvað varðar félagsmenn BSRB, að þeir njóta þessara réttinda, og því er mjög eðlilegt að við samþykkjum þetta líka til handa þeim konum sem eru innan Alþýðusambands Íslands.