19.12.1980
Efri deild: 42. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1841 í B-deild Alþingistíðinda. (1989)

148. mál, almannatryggingar

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur haft þetta frv. til umfjöllunar. Nefndin leggur einróma til að frv. verði samþ., en Karl Steinar Guðnason skrifar undir með fyrirvara. Gunnar Thoroddsen var fjarverandi afgreiðslu málsins.

Þetta frv. gerir ráð fyrir því að lögfestur verði sá hundraðshluti af launum, eða 2%, sem atvinnurekendur greiða til lífeyristrygginga. Það er aðalefni þessa frv.