20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1871 í B-deild Alþingistíðinda. (2098)

1. mál, fjárlög 1981

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Þessi till. gerir ráð fyrir því að breyta óreiðu- og vanskilaskuldum í lán og koma vanskilum í skil. Hver sæmilegur maður í þjóðfélaginu telur ekkert því til fyrirstöðu að gera upp vanskil og koma þeim í skil, og það er furðuleg afstaða þm. að greiða atkv. á móti því að hafa í sukki og fljótandi þessar vanskilaskuldir Akraborgar. Ég bjóst ekki við öðru en hver einasti þm. mundi greiða atkv. með jafnsjálfsagðri till. En það er aðeins ein skýring þessu til viðbótar frá hendi stjórnarliðsins. Því líður best að hafa allt í vanskilum og allt í óreiðu. Þess vegna hefur það tekið þessa afstöðu til málsins. Ég segi já.