05.02.1981
Sameinað þing: 46. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2166 í B-deild Alþingistíðinda. (2386)

Umræður utan dagskrár

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Það er ekki nýtt að deilt sé um embættisveitingar á Íslandi. En mér þótti það dálítið óeðlilegt að taka fyrir embættisveitingu hjá menntmrn. og leggja hana í orðum að jöfnu við þessa embættisveitingu án þess að óska jafnframt eftir því, að menntmrh. væri við og gerði þá grein fyrir málinu. Ég vil einungis koma þessu á framfæri vegna þess að ég hefði talið þau vinnubrögð eðlileg.

En vegna þeirra ummæla hæstv. heilbrrh., að þeir Alþb.-menn hefðu lagt fram sérstaka till. hér á þinginu um bætta stöðu kvenna gagnvart karlmönnum og hún hefði verið felld af öllum þingheimi öðrum en þeim, langar mig að spyrja hvort hann hefði hagað annan veg sinni embættisveitingu hefði hún verið samþykkt.