11.02.1981
Sameinað þing: 48. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2249 í B-deild Alþingistíðinda. (2453)

Umræður utan dagskrár

Karl Steinar Guðnason:

Herra forseti. Ég greindi frá því áðan að 1. febr. hafi átt sér stað veruleg hækkun á veiðarfærum til útgerðarinnar og ég spurði eftir því hvort þessi hækkun hefði verið leyfð af ríkisstj. Það hlýtur að hafa verið fjallað um þessi mál í sambandi við þá fiskverðsákvörðun sem nú er væntanleg. Því spyr ég enn á ný: Var þetta gert með leyfi ríkisstj.? Falla þessi atriði ekki undir boðaða verðstöðvun? Ef þetta hefur ekki verið samþykkt af ríkisstj. er þá ráðh. tilbúinn til að afturkalla þessa hækkun eða banna hana?