11.03.1981
Efri deild: 63. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2845 í B-deild Alþingistíðinda. (2953)

232. mál, eiturefni og hættuleg efni

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur haft til umfjöllunar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 85 1968, um eiturefni og hættuleg efni. Þetta frv. er flutt fyrst og fremst sökum þess, að til hafa komið ný efni á síðari tímum sem eðlilegt þykir að skráning taki til. Frv. felur það í sér fyrst og fremst, að skráningin tekur til fleiri efna en áður var. Hér er um rýmkun að ræða.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt. Fjarverandi voru Salome Þorkelsdóttir og Gunnar Thoroddsen. Ég vil að gefnu tilefni taka það fram að smávægileg mistök hafa orðið hjá nefndinni í umfjöllun málsins. Það virðist vanta gildistökugrein frv. Ég vænti þess að það verði athugað á milli 2. og 3. umr.