19.03.1981
Efri deild: 65. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2982 í B-deild Alþingistíðinda. (3125)

5. mál, barnalög

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Þetta mál er nú búið að fara í gegnum mína deild, Nd., og ég gerði engar aths. við málið þar og hafði ekki farið nægilega vel yfir það. Sé ég núna að það vill oft verða svo með stór frumvörp. Það er sérstaklega ein grein í þessu frv. sem ég vil biðja hv. allshn. um að kanna hvort ekki sé hægt að líta á milli 2. og 3. umr. Það er greinin sem fjallar um vitnisburðarskyldu barnsmóður í barnsfaðernismáli, 50. gr., einkum 1. og 2. mgr.