23.03.1981
Neðri deild: 65. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3025 í B-deild Alþingistíðinda. (3162)

232. mál, eiturefni og hættuleg efni

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Það frv., sem hér liggur frammi, er samið samkv. tillögum eiturefnanefndar og að fengnu áliti Lyfjaeftirlits ríkisins og lyfjanefndar. Frv. gerir ráð fyrir því, að heimilt verði að takmarka notkun á fleiri flokkum eiturefna en er samkv. gildandi lögum. Er þar einkum um að ræða efni sem kölluð eru þeim skuggalegu nöfnum aflífunarefni og útrýmingarefni.

Frv. þetta hefur sætt meðferð í hv. Ed. Alþingis. Þar varð niðurstaðan að leggja samhljóða til að frv. yrði samþykkt.

Ég tel ekki ástæðu til þess, herra forseti, að fjölyrða um efni málsins frekar og legg til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2, umr. og hv. heilbr.- og trn.