06.04.1981
Efri deild: 71. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3429 í B-deild Alþingistíðinda. (3485)

283. mál, lagning sjálfvirks síma

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Þetta er eðlileg spurning hjá hv. þm.

Mér þótti rétt að lög þessi tækju þegar gildi, m. a. með tilliti til þess í fyrsta lagi, að áætlunargerðin þarf að hefjast strax. Í öðru lagi er nauðsynlegt að panta ýmislegt efni nú sem nota þarf næsta ár því að afgreiðslufrestur er nokkuð langur. Í þriðja lagi er á nokkrum stöðum í sumar gert ráð fyrir framkvæmdum sem mundu falla undir þessa áætlunargerð. Ég geri ráð fyrir að þessar framkvæmdir nytu þeirra fríðinda sem hér eru ákveðin.

Hins vegar vek ég athygli á því sem segir að fjmrh. kveði nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis. Hann hefur áður flutt líkt frv. sem samgrh. og ég hygg að við munum ráða fram úr því sameiginlega hvernig þessu verður beitt þannig að þessum framkvæmdum verði lokið á þessu tímabili.