07.05.1981
Neðri deild: 89. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4067 í B-deild Alþingistíðinda. (4182)

174. mál, fiskveiðilandhelgi Íslands

Frsm. minni 61. (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Það mál, sem hér á nú að taka til 2. umr., er flutt af hæstv. sjútvrh., ekki sem stjfrv. Nú stendur svo á að hæstv. ráðh. er fjarverandi úr þinginu. Ég tel óhæfu að taka til umr. mál sem þetta þegar flm. er fjarstaddur. Það eru því eindregin tilmæli mín til hæstv. forseta, að 2. umr. um þetta mál fari ekki fram fyrr en hæstv. ráðh., sem er flm., er viðstaddur umr. Mér finnst það lágmarkskrafa, burt séð frá því hvort hann vill að málið verði rætt, — þá sé það lágmarkskrafa okkar þm. að við getum fengið ýmsar upplýsingar og beint fyrirspurnum til ráðh. sem er flm. að málinu. Ég ítreka því að það er eindregin ósk mín til hæstv. forseta að málið verði ekki tekið til umr. fyrr en flm. er viðstaddur.