10.11.1980
Neðri deild: 14. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í B-deild Alþingistíðinda. (421)

33. mál, málefni Flugleiða hf.

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég get ekki komist hjá því að lýsa á sama hátt og hv. síðasti ræðumaður ótta mínum við að þetta vandamál Flugleiða hf. eigi eftir að koma á borðið hjá okkur aftur innan tiltölulega fárra mánaða og þá kannske enn stærra en það er núna.

En ég þakka hæstv. samgrh. svar hans við spurningu minni. Hún staðfestir þá túlkun mína á afgreiðslu Ed., að fyrirgreiðsla við Flugleiðir hf. er skilyrt og sú aðstoð, sem Alþ. samþykkir að veita, verður ekki veitt nema tryggt sé að Flugleiðir hf. gangi að þeim skilyrðum. Það fer þá ekki á milli mála.

Frekari umr. sé ég ekki ástæðu til að hafa við einstaka þm. um mátið. Ég mun starfa í n. með þetta að veganesti.