08.05.1981
Neðri deild: 90. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4156 í B-deild Alþingistíðinda. (4289)

174. mál, fiskveiðilandhelgi Íslands

Jósef H. Þorgeirsson:

Herra forseti. Þegar taka átti mál þetta fyrir í gær var þess beiðst að umr. yrði frestað sökum þess að flm. málsins væri ekki viðstaddur. Það stendur enn svo á í dag, að flm. málsins er ekki viðstaddur hér í þinginu, og einnig hefur það bæst við, að sá maður, sem undirritar álit minni hl. sjútvn., hefur fjarvistarleyfi í dag, Karvel Pálmason. Ég fer þess því eindregið á leit við forseta, að þessum umr. verði frestað þangað til n. k. mánudag, en þá má gera ráð fyrir að þessir menn verði viðstaddir á þingfundi.