16.05.1981
Efri deild: 105. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4544 í B-deild Alþingistíðinda. (4688)

315. mál, Bjargráðasjóður

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég var að kíkja á leiðara í dagblaðinu Vísi, sem heitir „Ósigur fjármálaráðherra“, og kannske ráðh. sé líka búinn að lesa hann. Ég ætla ekki að fara að tíunda það sem þar stendur, en ég leyfi mér nú, þrátt fyrir orð hæstv. ráðh. í svari við spurningu minni áðan, að vænta þess, að hæstv. ráðh. bíði ekki ósigur í þessum aðgerðum sínum til að koma til hjálpar þeim bágstöddu sem urðu fyrir tjóni í ofviðrinu í febrúar s. l. Ég mun að sjálfsögðu taka til athugunar að bera fram brtt. við frv. til að freista þess að tryggja að aðstoðin geti komið þeim að notum, sem eru hjálpar þurfi, með sama hætti og verið hefur. Ég vil minna á það, að þegar við ræddum þessi mál tveim dögum eftir óveðrið í febrúar s. l. lagði ég einmitt sérstaka áherslu á þetta atriði.