20.05.1981
Efri deild: 112. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4684 í B-deild Alþingistíðinda. (4851)

275. mál, atvinnuleysistryggingar

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Með þessari grein er verið að staðfesta það samkomulag sem gert var með þeim aðilum sem að því stóðu á sínum tíma, og þótt ýmsir kynnu að hafa efnisatriði þess á annan veg er það skoðun okkar að það eigi að standa við samkomulag sem gert hefur verið. Það er sérkennileg afstaða hjá hv. þm. Karli Steinari Guðnasyni. Hann telur að verið sé að svíkjast aftan að verkalýðshreyfingunni, en hann sér aðeins ástæðu til að sitja hjá og greiðir ekki atkv. á móti því sem hann telur að sé verið að svíkjast með aftan að verkalýðshreyfingunni. Það hefur hins vegar verið afstaða okkar í Alþb., að það eigi að standa að því samkomulagi sem gert hefur verið, hvaða efnisafstöðu sem menn hafa til þess, og þess vegna segi ég já.