20.05.1981
Neðri deild: 101. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4689 í B-deild Alþingistíðinda. (4889)

312. mál, sjóefnavinnsla á Reykjanesi

Iðnrh. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um sjóefnavinnslu á Reykjanesi, en það liggur fyrir á þskj. 899 eins og það var afgreitt frá Ed. með nokkrum breytingum frá upphaflegu frv.

Hv. iðnn. Ed. fjallaði ítarlega um málið og gerði, eins og ég greindi frá, á því nokkrar breytingar og var samstaða um málið þar í deildinni.

Ég ætla ekki að fara hér mörgum orðum um þetta mál. Það hefur þegar mikið verið til umræðu bæði í hv. Ed. og í fjölmiðlum, og sérstök skýrsla hefur borist hv. alþm. með kynningu á undirbúningi málsins.

Ég legg til að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. iðnn. þessarar deildar.