22.05.1981
Neðri deild: 106. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4887 í B-deild Alþingistíðinda. (5213)

320. mál, raforkuver

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hafði nú satt að segja gert ráð fyrir því, að sjálfstæðismenn almennt mundu greiða atkv. gegn þessari brtt. á þskj. 945, því að ég álít að hún stríði gegn hugsjónum Sjálfstfl. og þeirra sem hann styðja. Hér er lagt til, náist ekki samkomulag fyrir ákveðinn tíma, sem er 1. ágúst í ár, að hnefarétti skuli þá beitt. Ég tel, að þetta sé alveg fráleitt og hljóti að brjóta í bága við réttlætiskennd fólksins í landinu, og segi nei.