08.12.1981
Sameinað þing: 31. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1283 í B-deild Alþingistíðinda. (1054)

348. mál, lántökur ríkissjóðs og ríkisstofnana

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Meðan á verkfalli bókagerðarmanna stóð fyrir skömmu var hringt í starfandi prest í Hafnarfirði síðla kvölds og hann spurður: Af hverju sitja allir Hafnfirðingar niðri í fjöru? Prestur hváði og spurði þessa rödd sem talaði við hann í símanum: „Ha, sitja allir niðri í fjöru? Hefur eitthvað komið fyrir?“ — Þá var svarað: „Þeir eru að bíða eftir jólabókaflóðinu.“ — Og síðan lagt á.

Það hefur komið hér fram, að það er hægt að hækka þær greiðslur, sem hér er verið að ræða um, og það er hægt að greiða aftur fyrir sig allt árið, og menn vita að vilji er allt sem þarf. Eftir hverju er hæstv. viðskrh. að bíða?