14.12.1981
Sameinað þing: 35. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1457 í B-deild Alþingistíðinda. (1251)

1. mál, fjárlög 1982

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það hefur nú komið fram hjá formanni fjvn., hv. þm. Geir Gunnarssyni, að ekkert var því til fyrirstöðu að halda útbýtingarfund á laugardaginn s. l. og útbýta þar þorra þeirra till. sem fjvn. flytur, þ. e. öllum þeim till. sem fjvn. flytur sameiginlega. Af þessu varð hins vegar ekki og ekki frekar haft samráð við formann fjvn. og fjvn. um þá ákvörðun eða aðra þm. ríkisstj. og stjórnarandstöðu. Þetta sýnir aðeins hvers konar stjórnleysi ríkir nú í störfum Alþingis þegar ekki er einu sinni haft samráð við fjvn. og formann hennar um hvernig haga skal 2. umr. fjárlaga.

M. ö. o. liggur fyrir að af hálfu fjvn. var ekkert því til fyrirstóðu að þm. gætu fengið í hendur þær till. og þau gögn sem þeir þurfa að hafa með höndum til að geta staðið með þokkalegum hætti að 2. umr. fjárlaga. Að fengnum þessum yfirlýsingum treystumst við þm. Alþfl. alls ekki til að greiða atkv. með þeim afbrigðum sem nú er krafist af hálfu hæstv. ríkisstj. til að geta gengið til umr. með þessum undarlega hætti.