18.12.1981
Efri deild: 28. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1837 í B-deild Alþingistíðinda. (1484)

96. mál, tímabundið vörugjald

Frsm. 2. minni hl. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Hið tímabundna vörugjald átti aðeins að standa um takmarkaðan tíma. Í því fólust fyrirheit um afnám þess. Þetta er að mörgu leyti óheppileg skattheimta. Nú á enn einu sinni að framlengja það samkv. þessu frv. Ég er andvígur því, að það verði gert, og tel að tímabært sé orðið að afnema þetta tímabundna vörugjald og finna eðlilegri tekjugrundvöll fyrir ríkissjóð. Ég legg því til að frv. verði fellt.