23.02.1982
Sameinað þing: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2593 í B-deild Alþingistíðinda. (2216)

355. mál, réttarstaða fólks í óvígðri sambúð

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Út af orðum hv. fyrirspyrjanda skal ég gjarnan reyna að miðla þeim upplýsingum sem nú þegar liggja fyrir. Á hitt ber að líta, að löggjöf um sifjaréttarmálefni hefur í mjög langan tíma byggst á norrænu samstarfi. Ég minnist t.d. laga frá 1900 um fjármál hjóna, laga um sama efni frá 1923 og einnig laga um stofnun og slit hjúskapar. Öll þessi löggjöf byggist á nánu norrænu samstarfi svo það verður ekki hlaupið að því að setja lög hér á landi um þetta efni án þess.að fylgja þeirri reglu sem fylgt hefur verið svo lengi og vel hefur reynst. En að sjálfsögðu verður að ástunda þetta norræna löggjafarsamstarf með hæfilegum hraða.