23.02.1982
Sameinað þing: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2599 í B-deild Alþingistíðinda. (2227)

186. mál, endurskoðun geðheilbrigðismála

Fyrirspyrjandi (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir upplýsingar hans hvað varðar störf nefndarinnar og hvernig þeim miðar áfram. Það er greinilegt að hún vinnur ötullega að þessu máli. Ég get tekið undir það, að varla er við því að búast að hún hafi getað lokið þessum störfum fyrir tilskilinn tíma.

Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því, hvort einhver af þeim nefndarmönnum, sem skipaðir voru, sé fulltrúi aðstandenda geðsjúkra, eins og gert var ráð fyrir í þál., en ráðh. getur e.t.v. svarað því.

Ég tel eðlilegt að nefndin fái þann tíma sem hún óskar eftir til að fullvinna sín störf, og ég vil taka undir þær fsp. sem komu fram h já hv. þm. Helga Seljan sem var, eins og ég gat um áðan, 1. flm. þessarar þáltill. á sínum tíma.

Ég vil svo ítreka að ég þakka ráðh. fyrir upplýsingar hans varðandi þessi mál, en vil um leið óska eftir því, að þm. verði sendar þessar skýrslur þegar þær liggja fyrir.