17.03.1982
Efri deild: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3129 í B-deild Alþingistíðinda. (2685)

90. mál, Hæstiréttur Íslands

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég skil þetta viðhorf hæstv. forseta og hef ekkert við það að athuga ef þeir hv. þm., sem eru á mælendaskrá, kæra sig kollótta um hvort hæstv. dómsmrh. er hér eða ekki. En ég geng þá út frá að umr. verði frestað þannig að við eigum þess kost að heyra hvað hæstv. dómsmrh. segir um málið, áður en umr. lýkur.