24.03.1982
Neðri deild: 57. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3214 í B-deild Alþingistíðinda. (2837)

144. mál, almannatryggingar

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Hæstv. félmrh. skaut því að mér, að það væri áformað í stjórnarsáttmálanum að fella þennan skatt inn í tekjuskattinn. Mér skildist á hæstv. fjmrh. að hann væri ekki farinn að hugleiða málið enn. En þar sem mjög hriktir í stjórnarsamstarfinu og svo getur farið að hann eigi ekki langa setu í sætinu enn, þá vil ég í mestu góðvild beina því til hans að fara að hugleiða málið áður en það verður of seint, áður en ríkisstj. fellur. Ég segi nei.