25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3254 í B-deild Alþingistíðinda. (2864)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég er sammála þeim skilningi sem hv. 1. þm. Reykn. lýsti hér, og þegar ég bað um orðið ætlaði ég að koma inn á það sama. Ég læt í ljós undrun mína yfir því, að menn dragi till. til baka þegar hafin er atkvgr. og lokið er atkvgr. um brtt. við brtt. Það er algerlega nýtt. Ég minnist þess ekki þann tíma sem ég hef átt sæti á Alþingi, að slíkt hafi átt sér stað. Hitt er líka undarlegt, að geta ekki beðið um atkvgr., skýra atkvgr., eins og gert var áðan. Ég taldi rétt að óska eftir því að draga til baka 3. umr. atkvgr. um brtt. við brtt., eftir að 1. flm.brtt. hafði óskað eftir að taka hana aftur. Ég óska jafnframt eftir því, að hæstv. forseti taki sér umhugsunarfrest til að úrskurða í þessu máli, því að það er að mörgu leyti óvarlegt undir slíkum kringumstæðum að gera það hér á stundinni. Ég vil því líta svo á að þessar tillögur séu óafgreiddar að öðru leyti en því, að atkvgr. liggur fyrir um brtt. við brtt. sem búið var að lýsa þegar fjmrh. kippti við sér.