25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3256 í B-deild Alþingistíðinda. (2874)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ef við hlaupum yfir síðasta sprettinn og förum til þeirrar stundar á fundinum þegar greidd voru atkv. um brtt. við brtt. sem flutt er af mér og öðrum fulltrúum Sjálfstfl. í nefndinni og fulltrúa Alþfl., þá skal ég til samkomulags fallast á og fella mig við úrskurð forseta um það, að atkvgr. um þessa brtt. verði endurtekin. Ég tel það tvímælalaust skyldu, eftir að sú atkvgr. er þegar hafin, að henni sé lokið og þá haldi eðlileg atkvgr. áfram um sjálfa brtt.