15.04.1982
Sameinað þing: 76. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3801 í B-deild Alþingistíðinda. (3275)

22. mál, fiskiræktar- og veiðmál

Frsm. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Atvmn. hefur haft til meðferðar till. til þál. um skipulegt átak í fiskræktar- og veiðimálum, 22. mál í Sþ., þskj. 22. Ályktunin var send til umsagnar til þeirra aðila allra sem mest hafa með þessi mál að gera, og bárust umsagnir og allar jákvæðar. Nefndin hefur aðeins lagfært orðalag á tillgr. án þess að skerða í neinu innihald hennar. Nefndin vildi m.a. benda á, að þar sem segir í 2. lið: „Að auka leiðbeiningar í fiskrækt og veiðimálum“ — á að sjálfsögðu við einnig að það sé gert með því. að fiskifræðingum staðsettum úti á landsbyggð sé komið fyrir eins og er áformað í fyrri tillögum. En nefndin öll er sammála um að mæla með samþykkt till. eins og hún er orðuð eftir breytingu nefndarinnar á þskj. 572.