19.04.1982
Neðri deild: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3942 í B-deild Alþingistíðinda. (3427)

168. mál, dýralæknar

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Nú þykir mér orðið hart í ári hjá stjórnarflokkunum. Við erum hér að fjalla um stjfrv. og hæstv. fjmrh. leyfir sér að greiða ekki atkv. þegar ein grein þessa frv. er borin upp í nafnakalli hér á þingi. Þetta þykir mér slæmt mál fyrir hæstv. ríkisstj. Ég hef hins vegar tekið þátt í afgreiðslu þessa máls í landbn. og vegna þess að mér hafði verið tjáð að þetta væri stjfrv. taldi ég að það hefði verið gengið frá þessum þætti málsins. Ég mun auðvitað standa undir þeirri ábyrgð, sem ég hef tekið á mig sem einn af nm. í landbn., og segi já.