21.04.1982
Neðri deild: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4076 í B-deild Alþingistíðinda. (3642)

193. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem komið er frá Ed. Eitt frv. af þessum toga er að jafnaði borið fram á hverju reglulegu Alþingi. Frv. er aðeins þrjár greinar. 1. gr. hefur að geyma nöfn 54 manna sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt, 2. gr. fjallar um nafnbreytingar og 3. gr. er gildistökuákvæði.

Ég tel ekki ástæðu til að fara um þetta frv. fleiri orðum, en legg til að því verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og hv. allshn.