24.04.1982
Efri deild: 70. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4145 í B-deild Alþingistíðinda. (3741)

298. mál, eftirlaun alþingismanna

Flm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Á þskj. 690 er frv. til l. um breyt. á lögum um eftirlaun alþm. og um eftirlaun ráðherra. Eins og fram kemur í grg. er hér fyrst og fremst um að ræða samræmingu í sömu átt og gerð hefur verið að undanförnu á öðrum lífeyrissjóðum, þ.e. að hvert starfsár veiti ákveðin réttindi, en ekki, eins og nú er, að menn þurfi að sinna þessum störfum í mörg ár áður en réttindi fást, en síðan komi réttindin í stórum stökkum. Þessi stökk hafa verið jöfnuð út þannig að þetta veitir réttindi í samræmi við þann tíma sem menn sinna þessum störfum.

Ég vænti þess, að samstaða geti orðið um að afgreiða svo eðlilega leiðréttingu, og vænti þess, að þetta frv. fái greiða afgreiðslu.

Ég vil leggja til að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.