26.04.1982
Neðri deild: 71. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4177 í B-deild Alþingistíðinda. (3833)

242. mál, orlof

Frsm. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Félmn. hefur haft til meðferðar frv. til l. á þskj. 461 um breyt. á lögum nr. 87/1971, um orlof. Nefndin hefur orðið sammála um að leggja til að frv. verði samþykkt með orðalagsbreytingu samkv. brtt. sem nefndin flytur á þskj. 713. Í frv. var gert ráð fyrir að atvinnurekandi gæti ekki ákveðið orlof launþega á tímabilinu 2.–31. maí og 1.–15. sept. nema sérstakt samþykki launþega komi til.

Orðalagsbreytingin frá félmn. er þannig, að í staðinn fyrir „nema sérstakt samþykki launþega komi til“ komi: nema í samráði við launþega.

Nefndin er sammála um að leggja til að frv. verði samþykkt með þessari breytingu.