28.04.1982
Efri deild: 75. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4279 í B-deild Alþingistíðinda. (3929)

217. mál, jarðalög

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Landbn. hefur haft umrætt frv. til umfjöllunar og mælir með því, að það verði samþykkt óbreytt frá afgreiðslu þess frá Nd.

Þorv. Garðar Kristjánsson var fjarverandi afgreiðslu málsins, og eins og í hinu fyrra máli, sem ég mælti fyrir og gleymdi þá að taka fram, ritar Eiður Guðnason undir með fyrirvara.

Frv. gerir í raun og veru ráð fyrir að jarðanefndir geti gert tillögur um. úthlutun landssvæða til félagsræktunar og byggingar sumarbústaða einstaklinga, orlofshúsa stéttarfélaga og til almennrar útivistar ef sóst er eftir landi í því skyni. Þetta frv. tengist að sjálfsögðu því frv. sem síðast var mætt fyrir, þ.e. breytingunni á ábúðarlögum.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frekar. Ég endurtek: Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt:.