03.05.1982
Neðri deild: 78. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4497 í B-deild Alþingistíðinda. (4252)

178. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég harma að sjálfsögðu þá afstöðu hæstv. fjmrh. að telja sig þurfa að greiða atkv. gegn þessu frv. Jafnframt fagna ég efnislegum stuðningi sem hann lýsti hér yfir við anda frv. þó að deilt væri um leiðir. Það hefur áður verið sagt að andinn væri að sönnu reiðubúinn en holdið væri veikt. Nú sýnist mér sem holdið hafi tekið yfirhöndina og höndin skuli upp gegn frv.