03.05.1982
Sameinað þing: 86. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4529 í B-deild Alþingistíðinda. (4286)

122. mál, Orkubú Suðurnesja

Frsm. (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Herra forseti. Allshn. Sþ. hefur fjallað um till. til þál. um Orkubú Suðurnesja, en hún er þess efnis, að Alþingi álykti að fela ríkisstj. að skipa fimm manna nefnd til að semja frv. til I. um Orkubú Suðurnesja. Nefndin skuli þannig skipuð, að tveir fulltrúar séu tilnefndir af stjórn Hitaveitu Suðurnesja, tveir fulltrúar tilnefndir af stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og einn fulltrúi tilnefndur af iðnrn. Iðnrh. skipar formann úr hópi nefndarmanna. Nefndin hraði svo störfum að frv. verði lagt fyrir næsta reglulegt Alþingi.

Nefndin leitaði umsagna ýmissa aðila um þessa till. og eru helstu atriðin í umsögnum eins og hér skal greina: Það er skoðun Sambands ísl. rafveitna, að sameining allra þeirra rafveitna, sem selja raforku á Suðurnesjum, í eitt fyrirtæki, Keflavíkurflugvöllur meðtalinn, sé mjög æskileg ráðstöfun. Slík rafveita, Rafveita Suðurnesja, gæti starfað við hlið Hitaveitu Suðurnesja og átt við hana margvíslegt samstarf, svo sem rafveitur og hitaveitur eiga víða á landinu. Leiði athuganir í ljós enn frekari kosti við sameiningu slíks fyrirtækis við Hitaveitu Suðurnesja þannig að úr verði Orkubú Suðurnesja er afstaða Sambands ísl. rafveitna til stofnunar slíks fyrirtækis jákvæð.

Hitaveita Suðurnesja samþykkir að mæla með till., og er það í samræmi víð ályktun stjórnar þess fyrirtækis. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur einnig eindregið mætt með þessari tillögu.

Eftir að hafa kynnt sér þessar umsagnir og eftir að hafa rætt þessa till. mælir nefndin með því, að tillagan verði samþykkt eins og hún var lögð fyrir hv. Alþingi í upphafi.