03.05.1982
Sameinað þing: 86. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4532 í B-deild Alþingistíðinda. (4296)

250. mál, atvinnumál á Raufarhöfn og Siglufirði

Frsm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Hv. fjvn. hefur fjallað um þetta mál og flytur brtt. á þskj. 790. Brtt. er svohljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„1. Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að kjósa sjö manna nefnd til að gera úttekt á atvinnumálum þeirra byggðarlaga, þar sem loðnuvinnsla hefur verið veruleg, með hliðsjón af þeim breyttu viðhorfum, sem hrun loðnustofnsins hefur valdið. Niðurstöður nefndarinnar ásamt tillögum um aðgerðir skulu lagðar fyrir ríkisstj. svo fljótt sem verða má og kynntar alþingismönnum. Kostnaður við störf nefndarinnar skal greiddur úr ríkissjóði.

2. Fyrirsögn till. orðist svo: Tillaga til þingsályktunar um athugun atvinnumála vegna hruns loðnustofnsins.“ Eins og kunnugt er er talið að sáralítil loðnuveiði verði á þessu ári, og fram hefur komið í fréttum, að t.d. tekjur sumra sveitarfélaga, eins og Raufarhafnar, muni rýrna um nokkra tugi prósenta ef engin loðnuvinnsla verður á þeim stað á þessu ári. Það eru fleiri staðir sem líkt á við um. Fjvn. taldi ekki ástæðu til að samþykkja till. eða mæla með samþykkt till. um ákveðna staði í þessu sambandi. Þess vegna var till. gerð almenn.

Nefndin gaf út svofellt nál. á þskj. 789: „Fjvn. mælir með samþykkt till. með þeirri breytingu sem fram kemur á sérstöku þskj.

Nefndin mælir sem sagt með samþykkt till. með þessum breytingum.