03.05.1982
Sameinað þing: 86. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4536 í B-deild Alþingistíðinda. (4307)

164. mál, innlendur lífefnaiðnaður

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég ætlaði eiginlega að beina einni spurningu til frsm. hv. atvmn. Væri hægt að athuga hvort hann muni vera hér í húsinu?

Ég sé, herra forseti, að frsm. er hér kominn. Ég vildi bara spyrja frsm. atvmn., hv. þm. Ólaf Þ. Þórðarson, hvort ég hafi heyrt það rétt, hvort það geti verið að hann hafi sagt úr þessum ræðustól, að nefndin legði til að till. þessi yrði samþykkt með þeim hætti sem segir á þessu þskj.: „Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að kanna hvort hagkvæmt sé að koma á fót innlendum lífefnaiðnaði“ — vegna þess að nefndin hefði ekki haft tíma til að ræða og athuga till.? Mér heyrðist hv. þm. segja þetta. (Gripið fram í.) Ég óska eftir að hv. þm. svari þessu hér í ræðustól á eftir, og hafi ég heyrt rétt, hvers konar vinnubrögð eru þá iðkuð hér nú?